top of page

tertur

sérpantanir

thumbnail_IMG_4381.jpg
saSAd.jpg

tertur

Hjá okkur finnurðu fjölbreytt úrval af tertum: 

rjómatertur, marengstertur, villtar kransakökur og ýmsar aðrar sérpantanir. Við mælum með að panta alltaf með minnst 2-3 daga fyrirvara og enn lengri á stórum dögum eins og í kringum fermingar og brúðkaup. Minnstu sérpantanir eru fyrir 16 manns. Við reynum eftir fremsta megni að koma til móts við þarfir og óskir viðskiptavina okkar svo ef þú gleymdir að panta eða ert með séróskir ekki hika við að hafa samband við okkur bvb@bvb.is

Karamellugel

IMG_6097.JPG

Rjómatertur

Í verslun okkar finnur þú þrjár af okkar vinsælustu tertum tilbúnar fyrir 6-10 manns. Stærri tertur þarf að sérpanta. Það kemur í hlut viðskiptavinar að velja innihald og útlit. Hér má sjá algengar samsetningar en við mælum sérstaklega með tertum númer 1 & 6 fyrir veislur. 

1

2

3

4

5

Brúnir botnar, ganache súkkulaði, súkkulaði frómas og bananar.

Brúnir botnar, brómber, hindber, karamellufrómas og krókant.

Ljósir botnar, sulta, mulinn marengs, rjómi, súkkulaði ganache, perur og bananar. 

VINSÆL. Í verslun, hjúpuð karamellugeli.

Ljósir botnar, mulinn marengs, rjómi, jarðaber og bananar.

Ljósir botnar, Baileys, irish coffee frómas, mulinn marengs, jarðaber og bananar.

Ljósir botnar, sulta, mulinn marengs, rjómi, súkkulaði ganache, fersk jarðaber og bláber

VINSÆL. Í verslun, hjúpuð súkkulaði ganache.

Brúnir botnar, perur, bláber, Bailyes, karamellumús, krókant og karamelluganache. 

VINSÆL. Í verslun, hjúpuð karamellu ganache.

10

6

7

Brúnir botnar, karamellufrómas, mulinn marengs, súkkulaði ganache, perur og bananar.

thumbnail_IMG_6870.jpg

Marispan​

thumbnail_IMG_4381.jpg
IMG_6097.JPG

Karamellugel

Útlit

Þegar þú hefur valið innihaldið þarf að ákveða hvernig kakan á að vera að utan. Karamellugel (vinsælt), marispan (vinsælt + 3000 - 5000), ganache súkkulað eða karamellu ganahe ljóst.

Við gerum líka skírnarvagna og kodda, útskriftarbækur og fleiri kökur sem eru ekki í hefðbundinni lögun (minnst 20 manna). Þá bætast 2.500,kr við pöntunina.

IMG_6097.JPG

stærðir&verð

Það er ávallt á ábyrgð viðskiptavinarins að ákveða hversu stóra tertu hann þarf. Þá er mikilvægt að hafa í huga hvað annað er í boði í veislunni, hversu mörg börn eru á gestalista o.s.fr. Við bendum þó á að sjaldnast þarf jafn stóra tertu og fjöldi gesta telur.

Stærðirnar okkar eru settar fram sem viðmið og taka mið af almennum stöðlum.

Minnst er hægt að sérpanta tertu fyrir 16 manns.

16 manna terta 13.920 krónur

20 manna terta 17.400 krónur

30 manna terta 26.100 krónur

40 manna terta 34.800 krónur

50 manna terta 43.500 krónur

thumbnail_IMG_6876.jpg

Ganache súkkulaði

thumbnail_IMG_4381.jpg
F4C10F9D-1733-4BAE-A7CB-D0163DD0A744_edited.jpg

brauð
tertur

Í brauðterturnar okkar fara aðeins salöt sem við gerum sjálf frá grunni. Hægt er að velja um eftirfarandi tegundir smurbrauðsterta:

  • Skinku (verð frá 13.280)

  • Hangikjöts (verð 15.040)

  • Rækju (verð frá 15.040)

Minnsta sérpöntun er 16 manna. Terturnar eru 3 laga.

Þarf að panta með 2-3 daga fyrirvara.

thumbnail_IMG_4373.jpg

Súkkulaðiganche

marengs

Við búum einnig til marengs tertur. Þá velur þú þrjú atriði sem þú vilt hafa í tertunni, vinsæl samsetning: jarðaber, kókosbollur og nóakropp.

Það er ekkert mál að skipta út nammi og ávöxtum fyrir annað sambærilegt. Hér er það hugarflugið sem gildir.

 

Minnst er hægt að sérpanta marengs tertu fyrir 16 manns. 

16 manna terta 13.920 krónur

20 manna terta 17.400 krónur

30 manna terta 26.100 krónur

villtar kransakökur

Kransakökurnar okkar eru villtar og fara einstaklega vel á borðið enda láta þær á sjá töluvert síðar en hefðbundnir turnar.

Kransakökur eru minnst 25 manna og koma á spegli.

Verð frá 23.000 kr.

 

Athugið að tryggingargjald  12.000 er lagt út fyrir speglinum sem síðan fæst að fullu endurgreitt um leið og speglinum er skilað í heilu lagi.

thumbnail_IMG_4392_edited_edited.png
LOGO_brúnt.png
thumbnail_IMG_4381_edited.jpg

ÝMISLEGT

Hér til hliðar má sjá dæmi um 20 manna sérpantanir. Um er að ræða þriggja hæða kökur, hægt er að velja um vanillu- eða súkkulaðibotna með smjörkremi á milli en kökurnar eru einnig hjúpaðar smjörkremi. 

Athugið! Við seljum ekki fersk blóm. Óski viðskiptavinur eftir að hafa fersk blóm á kökunni þarf hann sjálfur að koma með þau degi fyrr. Á kökunni hér til hliðar eru hvít rós, tvær karmellulitar nellikur og brúðarslör.

3ja hæða klassísk 14.850 kr.

Áprentaðar myndir

Áprentaðar myndir á tertuna þína

Við bjóðum upp á áprentaðar myndir á tertum frá okkur.

Þú velur þér hvernig tertu þú vilt, rjómatertu, skúffu- eða tvöfalda súkkulaðitertu og sendir okkur svo myndina þína.

Við getum sett þær á allar terturnar frá okkur. Myndin er í stærð a4.

Myndin kostar 3.000 kr.

 

Þarf að panta með 2-3 daga fyrirvara.

 

ATH. Við seljum myndirnar ekki stakar.

426601209_428581756506278_856597001427538279_n.jpg
bottom of page